Rannsóknarstofa

Rannsóknarstofa

 

 

Lífeindafræðingur tekur sýni og vinnur úr þeim.

 

Blóðprufur eru teknar að morgni milli kl. 8-10 mánudaga til fimmtudaga, ekki á föstudögum.

 

Ef um börn er að ræða er hægt að kaupa deyfiplástur og setja yfir stungustað 1 klst áður til að minnka sársauka af stungu.

 

 

Panta þarf tíma hjá móttökuritara, beiðni frá lækni stöðvarinnar þarf að liggja fyrir.

 

 

Æskilegt að vera fastandi  frá kl 22 fyrir eftirtaldar rannsóknir:

 


 

Blóðsykur, járn, járnbindigetu, fólat og blóðfiturannsóknir.

 

 

Taka má lyf með vatni og smá vatn/te/kaffi má drekka fyrir blóðtöku.

 

Við gerum helstu rannsóknir á staðnum en sendum sýni á rannsóknarstofuna Glæsibæ og Landspítala ef þarf.

 

Getum ekki tekið við beiðnum frá öðrum læknum en stöðvarinnar.

 

 

Þvagsýni þarf að taka að morgni, miðbunuþvag.  Þurfa helst að berast fyrir kl 10. 
Copyright © Heilsugæslan Lágmúla 4 108 Reykjavík sími 595 1300  Fax 595 1330