Ferðamannabólusetningar

 

 

Ferðamannabólusetningar og ráðleggingar

Við ferðalög til framandi landa er nauðsynlegt að hafa góðan fyrirvara vegna bólusetninga.

 

Hafið með ferðatilhögun svo hægt sé að átta sig á hvaða bólusetningar þarf og aðrar ráðstafanir.

 

Hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar fara yfir þessi atriði og veita almenna ráðgjöf.  Þeir gefa einnig þær bólusetningar sem eru       

ráðlagðar.

 

Bæði er um að ræða endurnýjun á grunnbólusetningum (lömunarveiki, stífkrami, barnaveiki) og bólusetningar sem  þarf í                     

hverju landi. 

 

Fara þarf vel yfir hvort þörf sé á vörn gegn malaríu

 

Stuðst er við alþjóðlegar leiðbeiningar.   

 

Athugið að við bólusetjum ekki við Gulu  (Yellow fever).

 

Hafið samband við móttöku til að panta tíma, 595 1300

 

Erlendur tengill:  CDC 


 

 

Varðandi inflúensubólusetningar:


Bóluefni sem  verður notað 2019 heitir Influvac og inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:


  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

Vakin er athygli á því að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á bóluefninu sér að kostnaðarlausu en greitt er venjulegt komugjald til heilsugæslu þar sem það á við.  

Copyright © Heilsugæslan Lágmúla 4 108 Reykjavík sími 595 1300  Fax 595 1330